Fólkið sem ber nafnið Hitler

Flestir tengja nafnið Hitler við nasistaflokkinn, morð og stríðsglæpi. Þrátt fyrir að sé bannað að skíra börnin sín Hitler hér á landi þá er það mun frjálsara í Bandaríkjunum, en á þessu ári mun koma út ný heimildarmynd sem fjallar um fólk sem ber hið óvinsæla og óvenjulega nafn, Hitler.

Screen Shot 2014-07-08 at 5.52.34 PM

Myndin segir frá fólki í Bandaríkjunum sem ber ættarnafnið eða fornafnið Hitler, eða fornafnið Adolf og eftirnafnið Hitler. Í myndinni er sýnt frá því hvernig þau kljást við hið daglega líf og hvernig fólk bregst við nafni þeirra. Er nafnið bölvun eða geta þau notað það sér til framdráttar?

Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr þessari áhugaverðu heimildarmynd sem ber heitið Meet The Hitlers.