Undanfarið hafa dómar streymt inn vegna nýjustu Indiana Jones myndarinnar, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull en svipustjarnan Harrison Ford harðneitar að lesa þá! Fyrstu dómarnir voru mjög jákvæðir en síðan þá hafa fleiri misjafnir streymt inns. Margir eru að líta á hana sem afbragðsskemtun en ekkert meira en það, að hún komist ekki með tærnar þar sem hinar hafi hælana.
„Ég vill ekki trúa slæmu dómunum og ekki þeim góðu heldur. Það skiptir mig í raun engu máli, ég neita að lesa þá.“ sagði Ford í viðtali við Reuters fréttastofuna.
Myndin kostaði 185 milljónir dollara í gerð en framleiðendur og aðstandendur myndarinnar ku verða gríðarlega ósáttir ef hún nær ekki yfir 500 milljónum dollara í tekjur.

