Deadline vefsíðan segir frá því að bandaríski leikarinn Forest Whitaker eigi í viðræðum um að leika á móti Liam Neeson í spennumyndinni Taken 3.
Olivier Megaton leikstjóri Taken 2 mun leikstýra myndinni en líklegt er að tökur hefjist í mars nk.
Eins og í fyrri tveimur myndunum leikur Liam Neeson hlutverk Bryan Mills, fyrrum leyniþjónustumanns, en færni hans í að elta uppi og misþyrma þorpurum kemur að góðum notum þegar hann og fjölskyldumeðlimir komast í hann krappann.
Fyrsta Taken myndin kostaði 25 milljónir Bandaríkjadala, en þénaði næstum tíu sinnum það í miðasölunni, eða rúma 226 milljónir Bandaríkjadala. Taken 2 kostaði 45 milljónir dala og þénaði 376 milljónir dala.