Íslendingar eiga þess kost að kaupa miða í dag á sýningu á The Hobbit: An Unexpected Journey sem verður aðeins einum degi eftir frumsýningu í Bandaríkjunum, en um er að ræða forsýningu í Laugarásbíói þann 15. desember kl. 22.
Þeir sem geta ekki beðið þangað til, geta séð myndina einum degi fyrr, eða þann 14. desember, þegar Nexus heldur forsýningu á myndinni kl. 20 í Laugarásbíói.
Forsala á Nexus forsýninguna hefst á sunnudaginn, samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Nexus.
Frumsýning verður þó ekki fyrr en á annan í jólum, þann 26. desember.
Forsalan á myndina hefst á midi.is og á sambio.is í dag, en til að næla í miða á Nexus forsýninguna þarf að mæta í verslun Nexus á Hverfisgötu kl. 12 á sunnudaginn.
Hér fyrir neðan er stiklan úr myndinni:

