Forsýningin færist um einn dag

Fyrir helgi tilkynntum við það að við værum að fara að halda forsýningu á The Social Network, nýjustu mynd Davids Fincher, á fimmtudaginn í næstu viku. Í morgun var okkur síðan sagt að við mættum halda þessa sýningu degi á undan, sem er auðvitað ekkert nema gleðifréttir.

Við fáum semsagt að sýna myndina 2 dögum fyrir frumsýningu í Bandaríkjunum og rúmum hálfum mánuði fyrir frumsýningu hérlendis. Á næstu dögum fer upp miðasala á netinu (Selt.is – sama og venjulega) en menn geta líka bara keypt í miðasölu Smárabíós í gegnum okkur á ákveðnum dögum sem við tilkynnum hér síðar. Reiknað er með að miðinn kosti 1300 og við tökum fram að sýningin verður hlélaus.

Svona lítur þetta allavega út í bili. Meira á leiðinni…