Fréttir af endurgerð Stephen King’s It

 Fréttir hafa borist af endurgerð sjónvarpsmyndarinnar It, sem kom út árið 1990 og er gerð eftir samnefndri hryllingsbók Stephen King. Myndin mun gerast jafnt á 9.áratugnum og í nútímanum – og það sem meira skiptir er að myndin mun verða Rated-R en ekki PG-13 eins og upphaflegar áætlanir gáfu í skyn.

Handritshöfundur myndarinnar, Dave Kajganich, finnst ekki vera möguleiki að hafa myndina til hæfis fyrir yngri áhorfendur því, eins og í flestum bókum King, reynir mikið á andlega sem og líkamlega hlið persónanna í bókinni. Því megum við búast við ansi öflugum trylli.

Bókin er yfir 1100 blaðsíður að lengd og því er ljóst að myndin mun verða talsvert öðruvísi en bókin, en sjónvarpsmyndin hlaut töluverða gagnrýni á sínum tíma fyrir að halda ekki hollustu við bókina þrátt fyrir að vera heilar 192 mínútur að lengd.

It kemur út árið 2011.

Fréttir af endurgerð Stephen King's It

 Fréttir hafa borist af endurgerð sjónvarpsmyndarinnar It, sem kom út árið 1990 og er gerð eftir samnefndri hryllingsbók Stephen King. Myndin mun gerast jafnt á 9.áratugnum og í nútímanum – og það sem meira skiptir er að myndin mun verða Rated-R en ekki PG-13 eins og upphaflegar áætlanir gáfu í skyn.

Handritshöfundur myndarinnar, Dave Kajganich, finnst ekki vera möguleiki að hafa myndina til hæfis fyrir yngri áhorfendur því, eins og í flestum bókum King, reynir mikið á andlega sem og líkamlega hlið persónanna í bókinni. Því megum við búast við ansi öflugum trylli.

Bókin er yfir 1100 blaðsíður að lengd og því er ljóst að myndin mun verða talsvert öðruvísi en bókin, en sjónvarpsmyndin hlaut töluverða gagnrýni á sínum tíma fyrir að halda ekki hollustu við bókina þrátt fyrir að vera heilar 192 mínútur að lengd.

It kemur út árið 2011.