Bandaríski leikarinn James Earl Jones, maðurinn sem hefur ljáð Svarthöfða rödd sína (ásamt Mufasa úr Konungi ljónanna) í áraraðir, er látinn, 93 ára að aldri. Jones átti að baki stórglæsilegan feril í kvikmyndum og á Broadway er á meðal EGOT sigurvegara svonefndu, sum sé þeirra sem hafa hlotið Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaun. Leikarinn er sagður hafa fundist á heimili sínu í New York.
Jones hefur verið rödd Svarthöfða allt frá árinu 1977 þegar fyrsta Stjörnustríðsmyndin kom út. Einnig hefur leikarinn skotið eftirminnilega upp kollinum í kvikmyndum á borð við Dr. Strangelove, Coming to America, Field of Dreams og Conan the Barbarian. Hann hlaut Óskarsstyttu fyrir hlutverk sitt í The Great White Hope árið 1971.