Teiknimyndin Skrímslasveitin brunaði beint á topp íslenska aðsóknarlistans nú um helgina, enda var Hrekkjavakan í fullum gangi.

Önnur teiknimynd, Chainsaw Man, tók annað sæti listans og í því þriðja er toppmynd síðustu viku, hin rómantíska Regretting You.
Íslenska kvikmyndin Víkin settist í fimmta sæti ný á lista og voru tekjur hennar 1,1 milljón yfir helgina og 447 manns mættu til að berja spennutryllinn augum.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:






