Ævintýraleg byrjun

Glinda og Elphaba í ævintýramyndinni Wicked: For Good flugu beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, rétt eins og í Bandaríkjunum. Jujutsu Kaisen hrifsaði annað sætið, einnig ný á lista, og í þriðja sætinu er töframyndin Now You See Me: Now You Don´t.

Toppmynd síðustu viku, The Running Man datt niður í fjórða sætið.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: