Frumsýning: Fast & Furious 7

Stórmyndin FAST & FURIOUS 7 verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn, 1. apríl um land allt.

„Furious 7 er nýjasta myndin í þessari sívinsælu og hraðskreiðu seríu og tekur hún upp þráðinn þar sem frá var horfið ….,“ segir í tilkynningu frá Myndformi.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Eftir að hafa sigrast á glæpamanninum Owen Shaw hafa þeir Dom Toretto (Diesel) og Brian O‘Connor (Walker) ákveðið að láta gott heita og lifa rólega lífinu sem þeir þrá að lifa. Málin flækjast þegar eldri bróðir Owens, Ian Shaw (Statham) ákveður að elta Toretto og hans teymi uppi í hefndarskyni. Þá er ekki eftir neinu að bíða, öðru en því að kalla liðið aftur saman og finna þennan Ian Shaw áður en hann finnur þau á undan.

fastand

Aldursmerking: 12 ára

Nokkrir áhugaverðir punktar: 

• Eins og allt kvikmyndaáhugafólk veit þá lést Paul Walker í bílslysi þegar tökur á Fast & Furious 7 voru komnar vel á veg og er myndin tileinkuð minningu hans.

• Fast & Furious-myndirnar eru vinsælasta kvikmyndasería sem kvikmyndarisinn Universal hefur framleitt, en í allt hafa myndirnar sex sem þegar eru komnar út skilað í kassann tæplega 2,4 milljörðum bandaríkjadala og er þá aðeins miðað við aðsókn í kvikmyndahús.

• Fast & Furious 6 kostaði um 160 milljónir dollara í framleiðslu, en talið er að þessi sjöunda mynd hafi kostað mun meira enda var ákveðið að spara í engu til við gerð hennar svo upplifun áhorfenda yrði sú að útkoman væri ein albesta hasarmyndaskemmtun allra tíma.

• Dwayne Johnson, sem eins og flestir vita var þekktur sem „The Rock“ þegar hann ríkti í bandarísku fjölbragðaglímunni, notar í Fast & Furious 7 eitt þekktasta og vinsælasta glímubragð sitt, en það kallast „Rock Bottom“. Þetta er í þriðja sinn sem þetta bragð er notað í kvikmynd en Johnson sýndi það einnig í Star Trek Voyager og Rundown.