Frumsýning: Gloriously Wasted

Bíó Paradís frumsýnir myndina Gloriously Wasted næstkomandi föstudag.

Í tilkynningu frá bíóinu segir að hér sé á ferðinni kolsvört finnsk gamanmynd um alkahólista á útopnu, sem lendir í ýmsum ævintýrum, verður ástfanginn og edrú, en lifir þó lífi sem aldrei gæti talist eðlilegt.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Juha er alkahólisti sem hefur ýmsa fjöruna sopið, og hefur lifað óreiðukenndu lífi í þónokkurn tíma. Hann slæst við mann og annan, lifir slóðalífi og drekkur eins og enginn sé morgundagurinn og er slétt sama um það að vakna upp í óhreinum nærfötum útötuðum í blóði wastedog ælu. Loks þegar fokið er í flest skjól í lífi Juha, fæst hann til þess að mæta á AA fundi, þar sem hann verður ástfanginn af hinni illa tenntu Tiinu. Hann stendur frammi fyrir tveimur valkostum í lífinu, að lifa heilbrigðu lífi með konu drauma sinna eða detta aftur í slóðalífið ofan í hina alræmdu flösku.