Frumsýning – Twilight Breaking Dawn 2

Annar hluti myndarinnar Twilight Breaking Dawn og um leið fimmta og síðasta Twilight-myndin, verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 16. nóvember nk., sama dag og hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum og víða annars staðar um heiminn.

Skoðið stikluna úr myndinni hér að neðan:

Sagan fjallar um Bella Swan sem er nú orðin vampíra og kann vel að meta og nýta sér þá ofurmannlegu krafta sem í því felast. Um leið eru hún og Edward orðin stoltir foreldrar litlu stúlkunnar Renesmee, en fæðingu hennar er ekki jafn vel fagnað alls staðar.

Í kjölfarið á ósönnum ásökunum átta þau Bella og Edward sig á því að þau munu innan skamms þurfa að verja bæði eigið líf og líf Renesmee og að eina leiðin til þess sé að safna saman þeim sem standa þeim næst og fá þau til að berjast sér við hlið.

En er það nóg?

Aðalhlutverk: Kristen Stewart, Robert Pattinson, Taylor Lautner, Kellan Lutz, Dakota Fanning, Mackenzie Foy, Maggie Grace, Ashley Greene og Billy Burke.

Leikstjóri: Bill Condon

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Laugarásbíó, Keflavík og Akureyri

Aldurstakmark: 12 ára.

Fróðleiksmolar til gamans: 

Breaking Dawn, Part 2 er, þegar allt er tekið saman, dýrasta myndin af öllum Twilight-myndunum.

Báðir hlutar Breaking Dawn voru teknir upp samhliða frá 1.nóvember 2010 til 15. apríl 2011. Myndirnar eru teknar upp í Baton Rouge í Louisianaríki Bandaríkjanna, Rio de Janeiro í Brasilíu og í Vancouver í Kanada.