Mynd er að komast á leikaraliðið í Sherlock Holmes 2, framhaldinu af Sherlock Holmes með þeim Robert Downey Jr. og Jude Law í hlutverkum Holmes og Dr. Watsons.
Breski stórleikarinn og grínarinn Stephen Fry hefur samþykkt að leika hlutverk Mycroft Holmes í myndinni, bróður Sherlocks.
Fyrir tveimur vikum síðan slóst Noomi Rapace, sem sló í gegn í aðalkvenhlutverkinu í bíómyndunum sem gerðar voru eftir bókum Stieg Larson, í hópinn, auk þess sem Downey Jr., Law eru með á ný. Leikstjóri er sem fyrr Guy Ritchie.
Í bókum Sir Arthur Conan Doyle er Mycroft Holmes eldri bróðir Sherlocks og mun gáfaðari. Hann sinnir dulafullu starfi í bresku stjórnsýslunni, en er húðlatur, og mun latari en bróðir hans Sherlock.
Heimildir herma að persóna Mycrofts í handriti myndarinnar sé einkenndur sem víðáttufælinn sérvitringur.
Myndin verður frumsýnd 16. desember 2011.