Selma leikstjórinn Ava DuVernay er fyrsti þeldökki kvenleikstjórinn í sögunni sem ráðinn er til að leikstýra leikinni bíómynd með kostnaðaráætlun yfir 100 milljónum Bandaríkjadala, eða 12 milljörðum íslenskra króna.
Kvikmyndin sem um ræðir kemur úr smiðju Disney og heitir A Wrinkle in Time.
Eins og segir í Empire kvikmyndaritinu þá hafa konur áður stýrt myndum með háa kostnaðaráætlun, leikstjórar eins og Kathryn Bigelow, og nú nýlega Patty Jenkins leikstjóri Wonder Woman. Og í teiknimyndum hafa konur látið að sér kveða sömuleiðis, eins Jennifer Yuh Nelson leikstjóri Kung Fu Panda. DuVernay er hinsvegar eina blökkukonan sem rofið hefur þennan múr fyrir leikna bíómynd.
A Wrinkle in Time hefur verið í þróun hjá Disney afþreyingarrisanum í sex ár, og er kvikmyndagerð á skáldsögu Madeleine L´Engle frá árinu 1963 og fjallar um leit stúlku að vísindamanninum föður sínum, í hinni dularfullu fimmtu vídd.
Oprah Winfrey er eina leikkonan sem búið er að kynna til leiks sem leikara í myndinni.
Frumsýna á A Wrinkle in Time 28. júlí á næsta ári í Bandaríkjunum.