Fyrsta opinbera myndin úr The Battle of the Five Armies

Persónurnar Gandalf og Bard líta út fyrir að vera óttaslegnir á fyrstu opinberu myndinni úr lokamynd Hobbita-þríleiksins, The Hobbit: The Battle of the Five Armies.

Sir Ian McKellen fer með hlutverk Gandalf í sjötta sinn. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort þetta sé í síðasta skipti sem McKellen bregður sér í galdrafötin. Annars hefur ungi leikarinn James McAvoy lýst yfir áhuga sínum að leika galdrakarlinn ef mynd um hann á yngri árum yrði gerð. Leikarinn Luke Evans mundar nú bogann í hlutverki Bard í annað sinn, en hér að neðan má sjá myndina af þeim félögum.

HBT3-fs-340936.DNG

Í myndinni lenda hetjurnar í stórkostlegum orrustum og þurfa að glíma við fleiri orka og ýmis myrkraöfl rísa upp.

Leikstjórinn Peter Jackson opinberaði nýjan titil á myndinni í apríl á þessu ári, en upphaflega átti hún að heita There and Back Again. Nýji titillinn, The Battle of the Five Armies, vísar í hinn mikla bardaga um Erebor úr skáldsögunni eftir J.R.R. Tolkien.

Myndin verður frumsýnd þann 17. desember næstkomandi.