Það gengur mikið á í fyrstu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: The Winter Soldier, sem var að koma út. Í stiklunni koma við sögu m.a. þau Chris Evans í hlutverki Steve Rogers, öðru nafni Captain America, Natasha Romanoff, öðru nafni Svarta ekkjan, sem Scarlett Johansson leikur, Robert Redford, í hlutverki Alexander Pierce, í sinni fyrstu ofurhetjumynd og svo að sjálfsögðu Samuel L. Jackson í hlutverki Nick Fury frá S.H.I.E.L.D. leynisamtökunum.
Myndin gerist í samtímanum í höfuðborg Bandaríkjanna, en borginni er nú ógnað af illmenninu Bucky Barnes, eða The Winter Soldier. Í myndinni þá er Captain America enn að laga sig að nútímanum, og þarf að bregðast við samsæri sem Barnes hefur kokkað upp.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Söguþráðurinn er eftirfarandi: Eftir miklar hamfarir í New York í myndinni The Avengers þá býr Captain America, eða Steve Rogers eins og hann heitir réttu nafni, í Washington og lifir þar rólegu lífi, og reynir að laga sig að nútímanum. En þegar ráðist er að félaga hans í S.H.I.E.L.D. samtökunum, þá flækist Steve í stórhættulegan vef atburða, sem ógna öryggi heimsins. Hann tekur höndum saman með Svöru ekkjunni, og reynir að finna út úr miklu samsæri sem er í gangi og berst við hóp leigumorðingja sem sendir voru til að þagga niður í honum fyrir fullt og allt. Þegar samsærið nær hámarki þá fá Captain America og Svarta ekkjan hjálp frá nýjum bandamanni, Fálkanum, eða The Falcon.
Fljótlega fá þau þó að kynnast óvæntum og stórhættulegum óvini – The Winter soldier.
Myndin kemur í bíó 4. apríl nk.