Fyrsta stikla úr framhaldsmyndinni The Purge: Anarchy hefur ratað á veraldarvefinn. Í stiklunni sjáum við hamingjusamt par á leiðinni heim þegar bíll þeirra verður bilaður á versta tíma ársins, því eftir nokkrar klukkustundir skellur lögleg glæpaalda á.
Ef þú hefur ekki séð fyrri myndina þá er sögusviðið á þann veg að yfirvöld Bandaríkjanna gera glæpi löglega yfir eina nótt á ári til þess að fólk fái útrás fyrir sinni glæpahneigð. Þetta er gert vegna hárrar glæpatíðni sem virðist vera að gera út um landið.
Fyrsta myndin þénaði 90 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim og kostaði aðeins 3 milljónir dala í framleiðslu. Gróðinn er því ævintýralegur og ekki að furða að kvikmyndaverið hafi sett framhaldsmynd í gang.