Tolkien aðdáendur víða um fagna því að fyrsta sýnishorn úr The Hobbit: The Desolation of Smaug var opinberað á Facebook síðu leikstjórans Peter Jackson rétt í þessu og má nú sjá það hér fyrir neðan. The Desolation of Smaug er annar hluti af þremum en sá fyrri ber nafnið An Unexpected Journey. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut fyrri myndin gríðarlega vinsælda.
Leikstjórinn Peter Jackson snýr aftur í söguheim Tolkiens en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir þriðju og síðustu kvikmyndina í þríleiknum um Hringadrottinssögu.
Þetta er fyrsta stikla til sýningar á netinu og sýnir aðalhetjuna, Bilbo Baggins, leikinn af Martin Freeman, meðal annars í dvergaríkinu Erebor. Einnig sést hinn stóri dreki Smaug sem allir hræðast.
Áætlað er að frumsýna The Hobbit: The Desolation of Smaug næstu jól.