Ryan Reynolds fer með aðalhlutverkið myndinni The Voices. Fyrsta stiklan var opinberuð í dag og er myndin greinilega uppfull af kolsvörtum húmor.
The Voices fjallar í stuttu máli um mann sem býr með hundi sínum og ketti. Maðurinn á greinilega við geðræn vandamál að stríða og heldur að dýrin tali við sig. Til að bæta gráu ofan á svart þá segja gæludýrin honum að myrða kvennmenn sem hann er hitta og þá byrja vandræðin fyrir alvöru.
Myndin er leikstýrð af Marjane Satrapi, en hún hefur m.a. gert teiknimyndina Persepolis sem fjallaði um unga stelpu í Íran í miðju stríði þar í landi.
Reynolds er um þessar mundir að undirbúa sig að endurtaka hlutverk sitt sem Deadpool í samnefndri mynd, en hann lék einmitt sama hlutverk í X-Men Origins: Wolverine, frá árinu 2009.
Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr The Voices.