Gagnrýnandinn með kvikmyndahátíð

Gagnrýndandinn kvikmyndadreifing hefur ákveðið að standa fyrir mini-kvikmyndahátíðinni Vorhug þar sem sýndar verða tvær úrvalsmyndir. Ákveðið hefur verið að byrja á myndinni Baader Meinhof Komplex sem tilnefnd var til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og fjallar um þýska hryðjuverkasellu á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Myndin verður sýnd í Sambíóunum Kringlunni þann 3. apríl.

Valið á hinni myndinni ætlum við að setja í hendurnar á áhorfendum og fer fram kosning til föstudagsins 27. mars á Facebook síðu Gagnrýnandans. Kosið er á milli eftirfarandi:

Let the Right One In
Sænsk hrollvekja sem farið hefur sigurför um Evrópu. Nú þegar hefur hinn virti J.J. Abrams (Lost, Star Trek) tryggt sér réttinn fyrir endurgerð á myndinni í BNA. Svo sannarlega ein eftirsóttasta mynd ársins og í anda Orphanato sem var geysilega vinsæl hér í fyrra.
http://www.youtube.com/watch?v=ygRH2ruNIpU
http://www.imdb.com/title/tt1139797/

The Fall
Draumkennt meistarastykki frá leikstjóranum Tarsem Singh. Hefur hlotið mikið lof en myndin dansar á línu raunveruleikans og absúrdisma.
http://www.imdb.com/title/tt0460791/
http://www.youtube.com/watch?v=iO0LYcCoeJY

The Interview
Steve Buscemi endurgerir hér mynd Theo Van Gogh. Sagan segir frá útbrunnum blaðamanni sem fenginn er til að taka viðtal við heita poppstjörnu sem honum þykir heldur fyrir neðan sína virðingu.
http://www.imdb.com/title/tt0480269/
http://www.youtube.com/watch?v=vCHUibmnZi4

Dead Girl
Frumleg saga sem segir frá upplifun nokkurra einstaklinga af fjöldamorðinga sem fer um heimahaga þeirra. Í raun nokkrar smásögur þar sem eiginkona fjöldamorðingjans, móðir fórnarlambs og fleiri eru heimsóttir. Fjöldi góðra leikara í aðalhlutverkum.
http://www.imdb.com/title/tt0783238/
http://www.youtube.com/watch?v=DBJ8zo3EBVY

Facebook-síða Gagnrýnandans er eftirfarandi:

http://www.facebook.com/pages/Reykjavik-Iceland/Gagnrynandinn/73570625890

Mitt álit:
Let the Right One In fær klárlega mitt atkvæði! Ein af sérstakari myndum síðasta árs.