Getraun: Eclipse (DVD)

Í dag kemur vampírumyndin Eclipse út á DVD, en hún – eins og flestir vita – er þriðja myndin í hinni margumtöluðu (eða ætti maður að segja „umdeildu?“) Twilight-seríu. Kvikmyndir.is ætlar vitaskuld að nýta tækifærið og gefa nokkrum heppnum aðdáendum eintak af myndinni.

Söguþráður myndarinnar lýsir sér nokkurn veginn svona: Bella er flutt aftur til Seattle eftir atburðarásina úr New Moon, en hefur ekki verið lengi þar þegar hún er enn á ný umkringd háska. Seattle-búar eru á barmi ofsahræðslu þegar röð dularfullra morða ríður yfir borgina. Á sama tíma er illskeytt vampíra í blóðugri hefndarför sem setur Bellu í stórhættu. Á meðan allt þetta á sér stað færist Bella enn nær þeim tímapunkti þar sem hún þarf að gera endanlega upp á milli ástar sinnar á Edward og vináttu sinnar við hinn hverflynda Jacob. Það sem gerir þessa ákvörðun enn erfiðari er vitneskja hennar um að það sem hún ákveður getur haft afdrífaríkar afleiðingar og mikil áhrif á hina stöðugu og aldagömlu baráttu milli vampíra og varúlfa.

Trailerinn gæti kannski lýst þessu betur…

Það er ýmislegt hægt að segja um Twilight-seríuna en því verður ekki neitað að hún er alltaf jafn vinsæl. Á Íslandi sat Eclipse á topp 10 bíólistanum í 5 vikur og tók inn tæp 20,000 manns í aðsókn. Í Bandaríkjunum er hún í fjórða sæti yfir tekjuhæstu myndum ársins.

Það sem þú þarft að gera til að eiga séns á eintaki er að taka þátt í litlum skjáskotaleik, sem þið sjáið hér fyrir neðan. Svörin eru send á tommi@kvikmyndir.is. Dregið verður svo úr réttum svörum snemma á laugardaginn.

1.

Hvað heitir leikstjóri myndarinnar og hvaða vampírumynd leikstýrði hann árið 2007?

2.

Hér sjáið þið stillu úr annarri mynd með Robert Pattinson í aðalhlutverki. Í henni leikur hann á móti Pierce Brosnan og Chris Cooper. Hvað heitir hún?

3.

Tvær Twilight-stjörnur léku einnig saman í annarri mynd sem kom út á þessu ári. Sú mynd einkennist af því að sýna Dakotu Fanning í allt öðru ljósi en við höfum venjulega séð hana. Hvaða mynd er þetta og hver er hin Twilight stjarnan?

Gangi ykkur vel.