Getraun: Going the Distance

Um helgina var rómantíska gamanmyndin Going the Distance frumsýnd í Sambíóunum. Það hefur ekki breyst að Kvikmyndir.is reynir oftast einungis að gefa boðsmiða á góðar myndir og þess vegna langar okkur hér á síðunni að vekja smá athygli á þessari mynd.

Myndin var algjört flopp í BNA enda lítur þetta út fyrir að vera móðir klisjumyndanna. Hins vegar er miklu meira á bakvið hana en maður myndi halda og þess vegna ætla ég að gefa fáeinum notendum boðsmiða á þessa mynd, svo þeir geta séð nákvæmlega það sem ég er að tala um. Ef þið kunnið að meta amerískar myndir í raunsærri kantinum þá er þessi algjörlega málið. Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um einhverja Fincher-klassík hérna, heldur hörkutrausta deit-mynd.

Ef þú vilt vinna þér inn tvo boðsmiða handa þér og þinni/þínum þá máttu senda mér tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is) og segja mér hver er þín uppáhalds deit-mynd. Gerist ekki einfaldara eða smekklegra heldur en það.

Ég dreg út nöfn vinningshafa í kvöld á miðnætti. Gangi ykkur vel.

T.V.