Spennu(horror)þrillerinn The Crazies kemur í bíó í dag og í kjölfarið ætla ég að gefa almenna bíómiða á myndina.
Söguþráðurinn segir frá því þegar eiturefni lekur út og fer að breyta íbúum Ogden March í Iowa í Bandaríkjunum í ofbeldisfulla geðsjúklinga. Lögreglustjórinn David Dutton (Timothy Olyphant) reynir að ná tökum á ástandinu. Hann, eiginkona hans og tveir aðrir heilbrigðir íbúar, ákveða að taka höndum saman til að reyna að lifa af.
Getraunin okkar verður stutt og einföld núna. Það sem ég vil að þú gerir er að senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hver er besta „vírusmynd“ sem þið hafið séð. Ég á þá að sjálfsögðu við um spennu(eða zombie-)mynd sem inniheldur veiru sem breytir fólki í skepnur.
Ég dreg síðan út nöfn um hádegið á morgun (laugardaginn) og hver vinningshafi fær tvo miða. Það verður samt að fylgja kennitala með hverju maili þar sem myndin er alls ekki í smekklegri kantinum.

