Getraun: The Green Hornet

Á föstudaginn næsta verður hasargamanmyndin The Green Hornet frumsýnd og Kvikmyndir.is ætlar að spreða boðsmiðum á heppna notendur. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um myndina þá segir hún frá Britt Reid (Seth Rogen), sem er sonur hins vellauðuga fjölmiðlaútgefanda James Reid (Tom Wilkinson) en hefur lítinn áhuga á að feta í fótspor föður síns, en eyðir þess í stað öllum stundum í partístand og villt líferni. Þegar faðir hans er myrtur einn daginn ákveður Britt þó að snúa lífi sínu við og gera eitthvað af viti við það. Hann kynnist fyrrum aðstoðarmanni hans, Kato (Jay Chau), og saman ákveða þeir að gerast réttlætisriddarar og berjast gegn illmennum borgarinnar, á milli þess sem Britt lærir að stjórna fjölmiðlaveldi sínu. Ritari hans þar, hin fagra Lenore Case, hjálpar honum að komast að því að dularfullur maður að nafni Chudnofsky (Christoph Waltz – Hans Landa sjálfur) er höfuðpaur stærstu glæpasamtaka borgarinnar, og ákveður Britt að hafa hendur í hári hans og nota til þess gervi sitt sem Græna vespan, en illmennin eru ekki sögð hættuleg að ástæðulausu…

Hér fyrir neðan sjáið þið mjög einfaldan spurningaleik. Fastagestur síðunnar ættu að vera með þetta á hreinu. Þið sendið mér rétt svör (eða ágiskanir) á tommi@kvikmyndir.is og ég mun draga út á föstudaginn. Í boði eru tveir opnir boðsmiðar á hvern einstakling.

Hefst þá leikurinn:


Hér sést leikstjóri myndarinnar. Hvað heitir maðurinn?


Maðurinn á þessari mynd vann Óskarinn fyrir hlutverk þar sem hann talaði frönsku, ensku, þýsku og smá ítölsku. Í The Green Hornet leikur hann rússa. Hver er þessi leikari?


Seth Rogen og Evan Goldberg skrifuðu mynd sem kom út árið 2007 þar sem aðalpersónurnar hétu sömu nöfnum og þeir. Hvaða mynd er hér átt við?

Gangi ykkur vel.