Maður lætur sér bregða pínulítið þegar maður heyrir frá því að sjónvarpsstöðin CBS ætlar að hefja framleiðslu á glænýjum sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á hinum sígildu Sherlock Holmes-sögu eftir Arthur Conan Doyle.
Ekki nóg með það að 2009-myndin frá Guy Ritchie hafi þótt endurræsa fyrirbærið þokkalega (auk þess er framhaldsmyndin, Game of Shadows, rétt handan við hornið) heldur einnig BBC þættirnir með Benedict Cumberbatch og Martin Freeman sem hófust bara núna á síðasta ári. Svo skal ekki gleyma þáttunum House, M.D. með Hugh Laurie. Þeir sækjast augljóslega í Sherlock Holmes-formúluna.
Framleiðandi sjónvarpsþáttanna Medium og Point Pleasant mun skrifa þessa nýju ónefndu Holmes-seríu. Hingað til er ekkert vitað um leikara eða dagsetningu. Allt á byrjunarstigi.