Glænýtt plakat fyrir Sundið

Í dag fengum við sent, sjóðheitt úr prentsmiðjunni, nýtt plakat fyrir íslensku heimildamyndina Sundið sem verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 18. október nk., en myndin er eftir Jón Karl Helgason.

Til útskýringar þá eru sundkappar dúðaðir upp eins og á myndinni á plakatinu þegar þeir gefast upp á sundi yfir Ermasundið. Þetta er gert til að halda á þeim hita, en algeng ástæða þess að menn gefast upp á slíku sundi er yfirleitt vegna kulda .

 

Í tilkynningu segir að Sundið sé spennandi mynd um æsilegar raunir tveggja Íslendinga sem keppa að því að verða fyrsti Íslendingurinn að synda yfir Ermarsundið – Mount -Everest sjósundsins. „Ermarsundið reynir á andlegan styrk ekki síður en líkamlegan. Þá sem telja sig komast á kröftunum einum þrýtur oftast andlegan styrk í baráttu við náttúruöflin. Í bland við hina æsispennandi glímu við erfiðasta sund í heimi, tvinnar myndin myndskeiðum af sögulegum sundum og viðburðum í lífi þjóðar þar sem hafið leikur stórt hlutverk, allt frá Helgusundi 898 til Guðlaugssunds 1984. Frá árinu 1880 til 1990 drukknuðu 5354 Íslendingar, margir vegna þess að þeir kunnu ekki að synda,“ segir í tilkynningunni.

Við segjum meira frá þessari mynd hér á kvikmyndir.is síðar í dag, og spjöllum við leikstjórann.

Nánari upplýsingar, þar á meðal ýmsa myndbúta úr myndinni, er að finna á;

www.facebook.com/Ermarsund

HANDRIT: Jón Karl Helgason.
TÓNLIST. Ingólfur Sv. Guðjónsson.
LEIKMYND. Ólafur Jónasson.
BÚNINGAR. Margrét Einarsdóttir.
SUNDBÚNINGAR. Freydís Jónsdóttir.
STORY-BOARD. Ágúst Bjarnason.
GRAFÍK. Pipar/TBWA.
LITGREINING. Kristín Helga Karlsdóttir.
SAMSETNING. Ólafur Ragnar Haldórsson.
ÞULUR. Ólafur Darri Ólafsson.
HLÓÐSETNING. Ingólfur Sv. Guðjónsson.
FRAMKVÆMDASTJÓRN. Kristín Pálsdóttir.
KVIKMYNDATAKA OG LEIKSTJÓRN. Jón Karl Helgason

Stikk: