Japanski leikarinn Hiroshi Koizumi, sem lék í nokkrum gömlum Godzilla myndum, er látinn, 88 ára að aldri.
Leikarinn lést þann 31. maí sl. í Tókíó í Japan. Banamein hans var lungnabólga.
Koizumi lék aðal „mennska“ hlutverkið í Godzilla Raids Again frá árinu 1955, sem var framhald fyrst Godzilla myndarinnar, sem kom út árið á undan.
Eftir þetta lék hann í ýmsum skrímslamyndum, þar á meðal Mothra, Godzilla vs The Thing og Ghidorah the Three-Headed Monster.
Aðrar Godzilla myndir leikarans eru m.a. Godzilla vs Mechagodzilla (1974), The Return of Godzilla (1984) og Godzilla: Tokyo SOS (2003).
Þá lék hann í myndum eins og 47 Samurai frá árinu 1962, og stríðsmyndinni Attack Squadron frá árinu 1963.