Eftir sjálfsvíg leikstjórans Tony Scott í ágúst er ólíklegt að framhald Top Gun líti dagsins ljós á næstunni.
Scott var byrjaður að undirbúa myndina og hafði verið í sambandi við Tom Cruise um að leika í henni en samkvæmt New York Times er búið að hætta við verkefnið.
Aðdáendur Top Gun geta huggað sig við að þrívíddarútgáfa gömlu myndarinnar er væntanleg en Scott hafði samþykkt hana áður en hann dó. Hún kemur mögulega í bíó á næsta ári.
Óvíst er hvað verður um aðrar myndir sem Scott var orðaður við. Meðal þeirra eru Lucky Strike, Hell´s Angels og The Killing Sea.