Hætt var við fyrirhugaða frumsýningu á spennumyndinni Jack Reacher í Bandaríkjunum í gærkvöldi vegna skotárásarinnar í Connecticut.
Framleiðandanum Paramount fannst ekki við hæfi að halda sýninguna á sama tíma og mikil sorg ríkir eftir skotárásina, þar sem 28 manns dóu, þar af 20 börn.
Búið er að frumsýna myndina í London og Stokkhólmi. Sýningin í Bandaríkjunum átti að vera í Pittsburg því hluti myndarinnar var tekinn upp þar í borg.
Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í Jack Reacher. Með önnur stór hlutverk fara Rosamund Pike og Richard Jenkins.