Handritshöfundur 21 skrifar aðra svindlmynd

Peter Steinfeld handritshöfundur vinsælustu myndar Íslands þessa dagana, 21 er við sama heygarðshornið í næstu mynd sem hann kemur nálægt. Hann hefur gert samning við Warner Independent Pictures um að skrifa mynd sem fjallar um lottósvindl, en 21 fjallar sömuleiðis um nokkur ungmenni sem fara til Vegas til að svindla á spilavítum.

Þó svo að handritið ku alls ekki vera sterkasti hluti 21 þá hefur hann sannfært einhvern hátt uppi til að fá þetta verkefni í hendurnar. Myndin mun heita Money For Nothing og fjallar um Edward Ugel, mann sem sannfærði lottóvinningshafa um að breyta því hvernig þeir fengu vinning sinn afhentan svo hann gæti laumað nokkrum milljónum í vasann í leiðinni.

Fyrirtæki Tobey Maguire, Maguire Entertainment mun einnig koma að framleiðslunni.