Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frá snillingnum sem færði okkur Legally Blonde kemur næsta Rounders! Ekki beint. Póker er nú meira mitt spil, en Blackjack getur verið skemmtilegt líka. Þessi mynd er sannsöguleg og segir frá háskólanemum úr MIT sem vinna saman að því að telja spil í 21 og ná þannig að “vinna leikinn”. Allt er þetta gert undir handleiðslu kennara þeirra sem er leikinn af Kevin Spacey. Það er alltaf gaman að fylgjst með Spacey og hann er klárlega það besta við þessa mynd. Vandamálið er að flestir aðrir leikarar eru frekar leiðinlegir, kannski fyrir utan Laurence Fishburne. Óþekktur leikari, Jim Sturgess, leikur aðalhlutverkið og ég held að hann muni bara haldast óþekktur. Hann væri kannski góð barnapía, gæti svæft mörg börn í einu á augabragði. Anywho, myndin er ekki alslæm, það eru skemmtileg atriði. Spilamennskunni er þó ekki gerð nógu góð skil og það er alltof fyrirsjáanlegt hvert myndin stefnir...þó hún sé sannsöguleg. Svo er hún allt of löng. Ef hún væri 90 mín myndi hún örugglega vera miklu betri og þéttari.
Það kom mér á óvart að hún væri ekki betri þessi mynd. Hún hefur fengið ágætis dóma, með 6,8 á imdb og hefur verið tilnefnd til einhverra verðlauna. Don´t believe the hype. Sleppið þessari.
“If I see you in here again, I will break your cheekbone with a small hammer.”
Kemur á óvart
Ég fíla spilavítismyndir ekkert meira en hinn venjulegi náungi en þessi mynd kemur mér á óvart. Það er þó helst stíllinn sem mér finnst halda henni uppi og það að ég virkiiiiilega fíla aðalleikarann en ég sá hann síðast í Across the Universe (ef ég væri með svona rödd þá myndi ég syngja sjálfan mig í svefn á hverju kvöldi).
Myndin er skemmtilega leikin og karakter Kevin Spacey er ekkert annað en eitt stórt samansafn af one-linerum, en hann fær mann til að gera það sem hann á að gera: að láta áhorfandann hata hann.
Myndin er hins vegar uppfull af klisjum en það fór ekki í taugarnar á mér, endaplottið er svo virkilega skemmtilegt.
Myndin hafði ofanaf mér á fínasta hátt í þessa tvo tíma, og ég bjóst svosem ekki við meiru. Þetta er hin fínasta skemmtun og hreint út sagt afbragðsmynd. Því miður held ég að hún lifi stutt í minni mínu, en hún skildi við mig vel sáttan, klisjurnar fóru ekki í taugarnar á mér. Ég kem sjálfum mér á óvart hérna og held ég geti klárlega mælt með henni ef þú vilt ekkert meira en virkilega skemmtilega afþreyingu. 3 stjörnur - 7.5/10.
Ég fíla spilavítismyndir ekkert meira en hinn venjulegi náungi en þessi mynd kemur mér á óvart. Það er þó helst stíllinn sem mér finnst halda henni uppi og það að ég virkiiiiilega fíla aðalleikarann en ég sá hann síðast í Across the Universe (ef ég væri með svona rödd þá myndi ég syngja sjálfan mig í svefn á hverju kvöldi).
Myndin er skemmtilega leikin og karakter Kevin Spacey er ekkert annað en eitt stórt samansafn af one-linerum, en hann fær mann til að gera það sem hann á að gera: að láta áhorfandann hata hann.
Myndin er hins vegar uppfull af klisjum en það fór ekki í taugarnar á mér, endaplottið er svo virkilega skemmtilegt.
Myndin hafði ofanaf mér á fínasta hátt í þessa tvo tíma, og ég bjóst svosem ekki við meiru. Þetta er hin fínasta skemmtun og hreint út sagt afbragðsmynd. Því miður held ég að hún lifi stutt í minni mínu, en hún skildi við mig vel sáttan, klisjurnar fóru ekki í taugarnar á mér. Ég kem sjálfum mér á óvart hérna og held ég geti klárlega mælt með henni ef þú vilt ekkert meira en virkilega skemmtilega afþreyingu. 3 stjörnur - 7.5/10.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. apríl 2008