Náðu í appið
21

21 (2008)

Twenty One

"Inspired by the true story of five students who changed the game forever."

2 klst 3 mín2008

Ben Campbell (Jum Sturgess) er hlédrægt gáfnaljós.

Rotten Tomatoes36%
Metacritic48
Deila:
21 - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlíf

Hvar má horfa

Streymi
Netflix

Söguþráður

Ben Campbell (Jum Sturgess) er hlédrægt gáfnaljós. Hann stundar dýrt nám og vantar pening, mikinn pening, til að greiða námsgjöldin. Ben kemst í leynifélag gáfuðustu nemenda skólans sem eru með lausnina á fjárhagsvandamálum hans. Þau hafa, undir handleiðslu skrítna stærðfræðiprófessorsins Mickey Rosa (Kevin Spacey), reiknað út hvernig á að tæma fjárhirslur spilavítanna. Liðið ferðast til Las Vegas um hverja helgi með fölsuð skírteini í farteskinu og snýr heim með himinháar fjárhæðir. Ben fellur hratt fyrir þessum adrenalíndrífandi lífsstíl og enn hraðar fyrir liðsfélaga sínum, hinni gáfuðu og kynþokkafullu Jill Taylor (Kate Bosworth). Hann reynir að ganga í augun á henni en spilar sig of stóran og fer að taka of marga sénsa. Svo marga sénsa að öryggisvörður spilavítisins, Cole William (Laurence Fishburne), byrjar að gruna eitthvað og einsetur sér að fella þau öll með tölu. Æsispennandi mynd byggð á sönnum atburðum sem Ben Mezrich gerði fræga í bókinni Bringing down the House.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (2)

Frá snillingnum sem færði okkur Legally Blonde kemur næsta Rounders! Ekki beint. Póker er nú meira mitt spil, en Blackjack getur verið skemmtilegt líka. Þessi mynd er sannsöguleg og segir fr...

Kemur á óvart

 Ég fíla spilavítismyndir ekkert meira en hinn venjulegi náungi en þessi mynd kemur mér á óvart. Það er þó helst stíllinn sem mér finnst halda henni uppi og það að ég virkiiiiil...

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Relativity MediaUS
Michael De Luca ProductionsUS
Trigger Street ProductionsUS