Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Tjahh.. hvað getur maður sagt! þetta er sæmileg mynd en ég er mjög ánægð að ég fór ekki á hana í bíó.. bjóst við betri mynd en já.. Jennifer Lopez var frekar leiðinleg í myndinni. En það er ekkert mikið meir að segja um þessa mynd, Takk fyrir mig!
Horfði á monster in law í skólanum með bekknum og er hún nokkuð skemmtileg en hún er klisjukennd eins og afhverju þarf í öllum rómantískum gamanmyndum að bestivinur aðalkvennpersónunnar er hommi og afhverju þurfa ALLAR gamanmynd frá Hollywood að enda eins eins og JLo og JFo eru óvinkonur alla myndina svo allt einu í endanum eftir 2 mín eru þær ornar miklar vinkonur.
Monster in law er klisja og mikið af atriðum úr trailernu eru ekki í myndinni.
Og eitt að lokum Jennifer Lopez er HRILLILEG,hef ekki séð svona LÉLEGANN LEIK í neinum af hinum sumarmyndum ársins og svo segja allir að Paris Hilton sé ömurleg.
Það er eitthvað að ef Jlo fær ekki tilnefningu til Razzie verðlaunanna og vinni þau því að dómararnir geta leitað eins og þau vilja en þau finna varla verri leik heldur en hjá henni en hinsvegar er stórstjarnan Jane Fonda stórskemmtileg og stelur öllum atriðum sem hún er í,hún sér um húmorinn og hún KANN að leika.
Wanda Sykes er einnig skemmtileg og mjög fyndin.
Charlie hittir draumaprinsinn og þau ákveða að giftast en mamma hans var rétt rekinn úr fréttastöð,hún var fræg sjónvarpsstjarna og er mjög reið og reynir að gera allt í sínu veldi til að hrekja Charlie burt.Frá leikstjóra Legally Blonde.
ég er ALLSEKKI mikið fyrir rómantískar gamanmyndir né amerískar gamanmyndir yfir höfuð og þetta er Pure hollywood mynd en er nokkuð fyndin og Jane Fonda er frábær og Wanda Sykes skemmtileg Jlo er hinsvegar DRULLULÉLEG eins og ég sagði áðan.
2 stjörnur fyrir fyndin atriði og Jane Fonda
Þetta var mesti hrillingur sem ég hef séð. Handritið var ein lína LEIÐINLEGT og hún var svona. Mamman hataði tengdadótturina og reyndi að gera allt sem hægt var til að losna við hana þetta er bara eins og aðrar svona myndir hata hvora aðra alla myndina en sættast í lokin. Mæli ekki með henni.
K.V. Gunnar
Skemmtileg sumar mynd með J-lo,Jane fonda og Michael Vartan en þetta er þessi klassíska ameríska rómantíska gaman mynd en heppnaðist ágætlega.En Jane Fonda leikur móður Michael Vartan ,en hann er einkabarn og er er móðir hans mjög ströng á konur í lífi hans, Og þegar Charlie(Lopez) eiðileggur ferð mæðginina til afríku fer allt í hund og kött og kemur svona skemmtilega út.En í myndinni poppa upp nokkrir skemmtilegir leikarar svo sem Vanda Sykes og fleiri.Þessi mynd er ágætlega heppnuð en endirinn er hræðilega , ömulega , fáránlega væmin á slæman hátt ...en er hægt að kreista út úr henni tvær og hálfa stjörnu og ágætis skemmtun í sumar hitanum hér á íslandi;)
Mikil vonbrigði. Ég hef verið hrifin af myndum Jennifer Lopez og held mikið upp á Michael Vartan og taldi að Jane Fonda væri fín sem tengdamóðirin frá helvíti. Þess vegna hafði ég svolítið miklar væntingar til Monster in Law. En nei, myndin situr nánast engan veginn eftir nema þá bara vonbrigðin ein og sér. Mætti halda að leikstjórinn (Robert Luketic) hafi dregið sig í hlé og látið mishæfa leikarana sjá um sig sjálfa. Ekki veit ég heldur hvað varð um sjarmann hjá Jennifer Lopez eða hvað þá Michael Vartan sem var mjög heillandi í Never been kissed og Alias þáttunum en er bara eitthvað svo þreytulegur hér. Myndin er eiginlega hvorki spennandi né rómantísk en það er helst húmorinn og tveir bestu vinir Lopez, leiknir af Adam Scott (var æðislegur) og Annie Parisse, sem halda henni innan miðjumoðs markanna, því það eru góðir brandarar í henni. Wanda Sykes á einnig mjög góða kafla sem einlægur þjónn frúarinnar, þótt manni finnist oft pirrandi hvað persóna hennar er hlutlaus (þar til í lokin). Aðalpersónurnar eru svolítið eins og þær hafi ekki verið tilbúnar -allir hálf týndir eitthvað. Auk þess fannst mér mínus að leggja ekki aukna áherslu á hvernig parið kynntist, þegar þau vissu hvað hitt hét var bara klippt og svo bara komið að trúlofuninni. Endirinn var síðan svo hrikalega væminn og amerískur að það hálfa hefði verið nóg, en ég bjóst svo sem við því. Niðurstaðan varð sem sagt sú að þetta er gamanmynd sem er ekki mjög rómantísk eða eftirminnileg en á nógu marga fyndna kafla til að tolla í tveimur stjörnum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Line Cinema
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
27. maí 2005
VHS:
10. nóvember 2005