Gagnrýni eftir:
Fun with Dick and Jane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd ætti alveg að sýna hve útbrunnin Jim Carrey er orðinn. Þó að hann sé nú stærra nafn en mótleikona hans Téa
Leoni, þá hélt hún myndinni alveg uppi. Mikil vonbrigði !
Strákarnir okkar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð bara að segja að Strákarnir Okkar hafi komið mér mikið á óvart. Ég var búin að kíkja á skrifin hér á undan áður en ég fór á myndina og bjóst þá við mjög fyndinni gamanmynd, en mér fannst hún bara lítið sem ekkert fyndin og frekar dramantísk ef eitthvað er. En svo er líka eitt sem kom mér á óvart líka og það voru öll þessi nektaratriði og the hommaatriðið, ekki það að ég hafi eitthvað á móti þeim en allir gaurarnir í salnum ráku upp svaka öskur við það atriði, gaurinn minn varð jafnvel pirraður af því atriði. En það var fínt að sjá þetta og það er bara kúl að vera gay.
Charlie and the Chocolate Factory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð nú að byrja á því að viðurkenna að ég er forfallinn Johnny Depp aðdáandi. Hann var alveg frábær í þessu sérkenninglega hlutverki sem var eins og sniðið að honum einum. En svo er aftur á móti Tim Burton snillingurinn líka sem á það nú til að gleymast(því miður), og fannst mér hann ekki gefa neitt eftir heldur. Annars er litlu hægt að bæta við þessar 4 stjörnur sem ég gef Charlie and the Chocolate Factory, þetta er bara er bara mjög töff mynd sem ég ætla pottþétt að eignast : )
The Skeleton Key
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit nú ekki afhverju ég fór á þessa en ég sé barsta alls ekki eftir því núna, mér fannst hún mjög góð. Sem betur fer voru engin bregðuatriði en plottið var snúið og hélt myndinni vel uppi. Þrátt fyrir að hafa séð margar draugamyndir undanfarið fannst mér þessi alveg standa frammúr með plottið, það er fínt þegar mar heldur að mar hafi áttað sig á allri flækjunni en í enda myndarinnar fær mar svo kalda gusu framan í sig þegar mar áttar sig á að mar sér hve léleg mar er að gleypa þessu alveg eins og maður átti að gera...
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
SNILLD OG BARA SNILLD ! Þetta var ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Happy hurðin er algerlega pikk föst í hausnum á mér, hurð=ahhh. Maður þarf þó að hafa opin huga þegar maður horfir á þessa mynd enda er hún mjög frumleg og reyndar vittlaus líka en það er bara fínt ef maður er opin fyrir nýjum húmor. Minnti mig óneitanlega mikið á Shaun Of The Dead sem var líka svona geðveik snilld. Anyways þá er þetta algerlega must see mynd.
House of Wax
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð bara að segja að þetta nafn er alger snilld, geðveikt spooky. Myndin byrjar auddvitað á þessu típíska unglingaferðalagi og hefur maður þá nokkuð góða hugmynd um hvað koma skal, en þetta með vaxhúsið er svo nýtt fyrir mér að minnstakosti og hvað það dæmi var miklu stærra en maður bjóst við var bara alger snilld ! Svo var reyndar soldið þreytt þetta niggari-ljóska dæmið, sérstaklega þegar myndin er auglýst út á Paris Hilton, sem hefur fengið sitt drauma hlutverk greininglega. Flotta, heimska ljóskan sem deyr án mótspyrnu ! Ég var bara mjög ánægð með útkomuna, þrátt fyrir að maður hafði nú séð 80% af þessu áður þá var það samt alveg að virka.
Monster in Law
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég fór á þessa mynd hafði ég ekki séð neinar auglýsingar né vissi neitt um söguþráðinn, aðeins að Jennifer Lopez léki í henni. Þetta er ágætis mynd, lítið um húmor sem virkar en samt fínasta mynd þanning séð og J-Lo stendur sig mun betur en ég þorði að vona.
Mr. and Mrs. Smith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mr and Ms Smith....hljómar ekkert spennandi og hvað þá fyndið. En þessi mynd kom mér svakalega á óvart með góðum húmor, þá sérstaklega fyrir hlé þegar þau voru alltaf að deila. Plottið var líka ótrúlega spennnandi áður en að það var farið að draga það alltaf lengur og lengur. Bardagaatriðin í endanum hefðu mátt fjúka eins og þau lögðu sig þetta var allt of langdregið og átti enganvegin heima þarna. En í heildina séð var hún nokkuð góð og efast ég ekki um að ég muni taka hana á spólu þegar að því kemur og þá spólar maður bara yfir þessi óþarfa atriði og þá er þetta orðin fínasta mynd.
Meet the Fockers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekkert nema meðal mynd. Hún er fyndin en samt ekkert eins og maður var að búast við. Söguþráðurinn er líka ekki alveg að halda þessu uppi, en leikararnir eru góðir. Mér finnst hún alls ekki verðskulda fyrsta sæti á vinsældarlistanum þó að hún sé ekkert all slæm, því að í heildina litið eru það bara Ben Stiller og Robert De Niro sem halda batteríinu gangandi.
National Treasure
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér fannst þessi mynd bara nokkuð góð. Fléttan var sosem ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en þó kom hún mér skemmtilega á óvart. Mætti reyndar vera meiri hasar og það var eitthvað sem vantaði með vísbendinga leitina sem hefði geta skapað meiri spennu og eftirvill vakið fleiri spurningar hjá áhorfandanum.
Napoleon Dynamite
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Því miður virðist altaf verða minna og minna um frumlega og einfalda brandara í nútíma myndum : ( , en Napoleon Dynamite kemur sterkt inn með svar við því. Myndin er stútfull af slíkum bröndurum frá upphafi til enda, ég man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið síðan Scary Movie kom í bíó. Kartakterarnir voru allir nokk furðulegir, hver á sinn hátt og það eitt gerði bara heilmikið fyrir myndina. Þetta er bara snilldar grínmynd.
Downfall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alger snilld þessi. Leikurinn var alveg ótrúlega sannfærandi og mér fannst ég bara vera á staðnum. En það er samt galli hvað hún er löng, það mætti alveg stytta hana aðeins t.d. með því að taka út eitthvað af sjálfsmorðunum og hafa þau aftast sem ljósmyndir með texta eins og var þarna í endanum. Ég verð samt að segja að viðtalið við ritarann var mjög sniðugt innlegg og það er alltaf gaman að heyra nýjar sögur frá því fólki sem lifði þessar óhugnalegu aðstæður af.
Be Cool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvar er eiginlega virðing hvíta mannsins!!! Þessi mynd gengur aðeins út á það að lítillækka hvíta manninn og upphefja svertingja. Ég hef ekki séð undanfara þessarar myndar og mun aldrei gera eftir að hafa séð þessa. En það sem fékk mig til að fara á Be Cool var tvíeikið Uma og John sem mér fannst bara vera fínustu fyrirheit eftir að hafa séð Pulp Fiction, dansatriðin þeirra var fínt enn hræðileg tónlistinn undir dansinum, var mun betri tónlist í Pulp fiction,en það er bara skömm að þau hafi tekið þátt í þessari niðurlægingu hvíta mannsins.
Robots
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stór góð mynd fyrir alla aldurshópa. Brandararnir voru margir og ekki einn af þeim lélegur. Söguþráðurinn gerði myndina nokk áhugaverða strax í byrjun og ekki skemmdu þessir sérkennilegu karakterar vélmennanna fyrir. Í lokin vill ég bara hvetja sem flesta til að freistast á Robots !
Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hefði nú venjulega ekki farið á þessa mynd, en þar sem það var 400kr tilboð sló ég til og fór. Ég sá reyndar fyrri myndina og þótti hún bara fín, en eins og sagt er þá nær framhaldið sjaldan sama árangri og er það einmitt málið með þessa mynd líka. Fyrri hluti Miss Congeniality 2 er mjög lélegur, engin spenna og lélegir brandarar en það stórbatnar eftir hlé. Brandararnir eru aðeins frumlegri og smá spenna gerði vart við sig. Tónlistinni var líka virkilega ábótavant svo að ég taki það fram.
Cellular
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekkert nema farsímaauglýsing á ferð hérna, ágætis spenna í byrjun sem hægt og rólega fjarar út. Mæli ekki með þessari.
The Phantom of the Opera
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Margir mismunandi dómar hafa verið skrifaðir um þessa mynd, en einkennandi er að annaðhvort elskar fólk myndina eða hatar hana. Ég hef tekið eftir því að flest það fólk sem hefur verið að setja út á myndina veit lítið eða jafnvel ekkert um söguna sjálfa og dæmir því af fáfræði. Segja má að þessi mynd sé ekki eins sjálfstæð og margir halda, því að hún setur aðeins á svið sína eigin útgáfu af atburðum sögunnar og fylgir þeim bara mjög vel eftir. Lögin í myndinni eru öll mjög vel sunginn og gefa upprunalega söngleiknum ekkert eftir, en oftar en ekki segja líkamstjáningar leikaranna meira en mörg orð.