Hanks rænt af sjóræningjum – Fyrsta stiklan úr Captain Phillips

Nýjasta mynd tvöfalda Óskarsverðlaunahafans Tom Hanks heitir Captain Phillips, en Hanks leikur titilhlutverkið, Phillips skipstjóra.

Myndin er sannsögulegur spennutryllir og fjallar um það þegar sómalskir sjóræningjar réðust um borð í flutningaskipið MV Maersk Alabama árið 2009 og hertóku það.

Fyrsta stiklan úr myndinni kom út í dag og hægt er að horfa á hana hér fyrir neðan:

Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem áður hefur gert myndir eins og Green Zone, Bourne Supremacy og Bourne Ultimatum. 

Aðrir leikarar eru m.a. Catherine Keener, Max Martini, Yul Vazquez, Michael Chernus, Chris Mulkey, Corey Johnson, David Warshofsky, John Magaro og Angus MacInnes.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 11. október nk.