Heiðin að nálgast

Hin alíslenska kvikmynd Heiðin er senn að nálgast, en hún verður frumsýnd í Háskólabíó 14. mars. Kvikmyndin er framleidd af Passport Pictures og það er Einar Þór Gunnlaugsson sem bæði leikstýrði og skrifaði handritið, en hugmyndin er lauslega fengin úr gamla testamentinu, eða sögunni af Abraham og Ísak.


Sagan gerist sem sagt á heiði í miðjum vestfjörðum á kosningadag og segir frá Albert (Gísli Pétur Hinriksson) sem sækir uppeldisstöðvar sínar eftir langa fjarveru vegna náms.

Hægt er að sjá trailer að myndinni hér á kvikmyndir.is og munum við færa ykkur frekari fregnir af Heiðina þegar þær berast.