Heiðin fer út á land

Kvikmyndin Heiðin sem frumsýnd var um helgina verður sýnd í Reykhólasveit laugardaginn 22. mars. Myndin var einmitt tekin þar og til gamans má geta að Dagvaktin verður tekin upp á svipuðum slóðum.

Einnig munu sýningar hefjast á Akureyri næstkomandi fimmtudag, 20. mars. Búast má við að sýningar hefjist á enn fleiri stöðum eftir að fleiri sýningareintök berast til landsins.

Samkvæmt www.smais.is þá var myndin í fjórtánda sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar í Reykjavík fyrstu helgina. Skýringa á því að myndin sé ekki ofar á lista, gæti verið að leita í því að myndin hefur hingað til ekki verið mikið auglýst eða kynnt, auk þess sem gagnrýndur hafa tekið myndinni misjanflega.