Hetjurnar snúa aftur

Þættirnir Heroes munu hefja göngu sýna á ný eftir fimm ára fjarveru. NBC frumsýndi þættina árið 2006 og slógu þeir strax í gegn, í framhaldinu voru gerðar fjórar seríur og var síðasti þátturinn frumsýndur árið 2010. Fyrsta serían fékk gífurlegt áhorf, en þegar þættirnir urðu flóknari og nýjar persónur bættust við í hverri þáttaröð þá minnkaði áhuginn og var því hætt að framleiða fleiri þáttaraðir.

heroes-reborn

Sýndir verða 13 nýjir þættir á næsta ári og verða þeir sjálfstætt framhald af gömlu þáttunum. Höfundur þáttanna, Tim Kring, mun aftur verða aðalsprotinn að nýju þáttunum sem bera heitið Heroes Reborn.

Ný kitla var frumsýnd í gær og má sjá hana hér að neðan.

Upprunalegu þættirnir fjölluðu um hóp fólks sem hafði misjafna ofurkrafta. Leikkonan Hayden Panettiere, lék eftirminnilega klappstýruna Claire og Zachary Quinto lék illmennið Sylar. Framleiðendur þáttanna segja að það sé ekki ólíklegt að persónur úr fyrri þáttaröðum muni skjóta upp kollinum í Heroes Reborn.