Fyrsta stikla í fullri lengd fyrir teiknimyndina sem margir hafa beðið eftir, Incredibles 2, er komin út, en það er Disney sem framleiðir myndina.
Kvikmyndin er beint framhald á fyrri myndinni, sem frumsýnd var fyrir 14 árum síðan, eða árið 2004. Sú mynd sló rækilega í gegn.
Framhaldsmyndin hefst fáeinum andartökum eftir að fyrstu myndinni lauk, og þar sjáum við Helen Parr, eða Elastigirl, í sviðsljósinu, í baráttu við þrjóta og fúlmenni, og berjast fyrir endurkomu ofurfólks, á meðan eiginmaðurinn Bob er heima að sjá um börnin, þau Violet, Dash og Jack-Jack, sem virðist hafa ýmsa dulda hæfileika!
Holly Hunter, Craig T. Nelson, Sarah Vowell, Samuel L. Jackson og John Ratzenberger snúa öll aftur í sömu hlutverkum og í fyrstu myndinni, en nýir leikarar eru þau Breaking Bad leikararnir Huck Milner og Bob Odenkirk ásamt Catherine Keener, Sophia Bush, Jonathan Banks og Isabella Rossellini.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: