Thomas Berger, höfundur bókarinnar Little Big Man, sem samnefnd bíómynd var gerð upp úr með Dustin Hoffman í titilhlutverkinu, er látinn 89 ára að aldri.
Berger, sem er lýst sem einfara með hárbeittan og háðskan stíl, sem kannaði mýtur villta vesturins í bókinni Little Big Man m.a. , lést þann 13. júlí sl. í Nyack í New York.
Little Big Man kom út árið 1964, og er vel þekkt fyrir kvikmyndagerð Arthur Penn á sögunni sem kom út árið 1970, með Dustin Hoffman í hlutverki aðalsöguhetjunnar, Jack Crabb.
Í sögunni, sem sögð er af Crabb þegar hann er orðinn 111 ára gamall, fer hann yfir ævisögu sína, hvernig hann var ættleiddur af Cheyenne indjánum og segist hafa verið eini hvíti eftirlifandinn úr baráttunni við Little Bighorn.
Crabb naut virðingar sem rithöfundur og gaf út fjölda annarra bóka, þar á meðal hrollvekjuna Killing Time og löggureyfarann Who is Teddy Villanova. Þá lét hann til sín taka á sviði vísindaskáldskapar í Adventures of the Artificial Woman. Árið 1999 skrifaði hann aftur um söguhetjuna í Little Big Man, í sögunni The Return of Little Big Man, svo eitthvað sé nefnt.
Hér má lesa lengri frétt um fráfall Berger.