Horfðu á Óskarinn frítt á netinu!*UPPFÆRT*

Þar sem Stöð 2 hefur snúið baki sínu við Óskarsverðlaunahátíðinni þá er vert að minna að hugsanlega eru aðrar leiðir til að horfa á hana. Fyrir þá sem ekki vita þá fer Óskarsverðlaunahátíðin fram í 81.skiptið í kvöld.

Vitað er að Skjárinn ætlar að sýna hana í gegnum þýska sjónvarpsstöð, en þeir sem halda að þeir geti horft á hana í gegnum stöðina E! (Entertainment) þá er það ekki rétt – sú stöð hefur aðeins leyfi til að sjónvarpa frá rauða dreglinum, en ekki verðlaunaafhendingunni. Sky mun sýna frá rauða dreglinum, en SKy Movies Premiere mun sýna verðlaunaafhendinguna sjálfa.

Ef þú fylgir krækjunni hér að neðan ætti að vera hægt að horfa á Óskarinn á netinu. Rétt er að fylgja atriði númer 1 á listanum (1.Live Stream Online (Watch Oscar 2009 live for free) – en einnig eru þarna 10 aðrar rásir með allskonar umfjöllun aðgengilega – rétt er að minna á að sendingin hefst rétt áður en hátíðin byrjar. Við verðum bara að vona það besta!

Smelltu hér til að horfa á Óskarinn á netinu

Athugið að rétt er að taka þessari krækju með fyrirvara – við vitum enn ekki 100% hvort hægt verði að nálgast hátíðina á netinu. Ef þú veist meira en við um þetta mál þá máttu endilega senda okkur tölvupóst á kvikmyndir@kvikmyndir.is

**UPPFÆRT**
Hægt er að horfa á Óskarinn með því að smella hér (næstneðsti linkurinn)! Einnig eru fleiri stöðvar aðgengilegar hér sem ÆTTU að vera aðgengilegar.