Eftir að hin ódýra hryllingsmynd Sinister þénaði 87 milljónir dollara í miðasölunni úti um heim allan hafa Blumehouse Productions ákveðið að búa til framhaldsmynd.
Scott Derrickson leikstýrði fyrri myndinni en óvíst er hvort hann verður aftur við stjórnvölinn í Sinister 2. Hann mun alla vega skrifa handritið eins og hann gerði að fyrri myndinni ásamt C. Robert Cargill.
Í Sinister lék Ethan Hawke rithöfund sem skrifar um sannsögulega glæpi. Hann finnur 8mm heimatilbúnar vídeómyndir sem benda til þess að morðið sem hann ætlar að skrifa um hafi verið framið af raðmorðingja, sem hóf fyrst að myrða á sjöunda áratugnum.
Aðrir leikarar voru Juliet Rylance, James Ransone, Fred Dalton Thompson og Vincent D’Onofrio.