Hrollvekjan Pet Sematary endurgerð

Fyrr í dag sögðum við frá því að endurgera ætti hina goðsagnakenndu mynd Clive Barker, Hellraiser, og nú berast fréttir af því að 28 Weeks Later leikstjórinn Juan Carlos Fresnadillo ætli að snúa sér aftur að hrollvekjunum og leikstýra endurgerð á hinni sígildu hrollvekju Pet Semetary frá árinu 1989.

100812-pet-sematary

Matt Greenberg og David Kajganich skrifa handritið.

Upprunalega Pet Sematary myndin var byggð á skáldsögu Stephen King og fjallaði um fjölskyldu sem flytur í nýtt hús ( algengt í hryllingsmyndum ), sem stendur við hliðina á kirkjugarði en garðurinn býr yfir þeirri náttúru eða ónáttúru að verurnar sem eru grafnar í honum rísa upp frá dauðum.

Upprunalega myndin þénaði 57 milljónir Bandaríkjadala í bíó, en kostaði einungis 11 milljónir dala. Að sjálfsögðu gerðu menn því framhald, en það var frumsýnt árið 1992 og var með Edward Furlong og Anthony Edwards í aðalhlutverkum.

Nýjasta mynd Fresnadillo er Intruders með Clive Owen í aðalhlutverkinu.