Í nýlegu viðtali við The Collider snerti Hugh Jackman m.a. á nýju Wolverine myndinni sem er væntanleg á næstu árum. Þar sem að fyrri myndinni var ekki tekið vel og sjálfur Darren Aronofsky hætti við að leikstýra framhaldinu nýlega, eru aðdáendur skiljanlega áhyggjufullir en Jackman vill meina að það sem honum líkaði við myndina væri enn til staðar: „Við vorum með handrit sem var undir stjórn Aronofskys og það er ennþá 85 prósent alveg eins. Darren tók það í sína átt sem bæði aðdáendur og ég hefðum viljað sjá. Þetta er ennþá besta handrit sem við höfum fengið, sem er ástæðan fyrir því að Darren skráði sig til að byrja með. Ég reyndi alltaf að fá hann til að gera X3 eða Wolverine, en hann sagði alltaf bara ‘Þetta er ekki fyrir mig.’ Ég vissi að hann væri að leita að ofurhetjumynd þannig ég lét hann hafa þetta handrit og hann las það og sagði: ‘Hey, þetta er það besta sem ég hef lesið.’ Þannig það er ansi mikið kjöt á beinunum þarna, en nú hafa Mark [Bomback] og Jim [Mangold] tekið við því og ég held að það sé jafn sterkt, ef ekki sterkara, en það sem við hefðum haft með Darren.“
Mark Bomback er að fara yfir handritið, en hann skrifaði m.a. Unstoppable og Die Hard 4.0. Sá sem tók við af Aronofsky var leikstjóri 3:10 to Yuma og Walk the Line, James Mangold.
Myndin var fyrst tilkynnt stuttu eftir útgáfu þeirrar fyrri árið 2009 og mun gerast í Japan. Þegar að Aronofsky var við verkefnið sagði hann að sú nýja yrði meira einstæð kvikmynd en framhald að 2009 myndinni, en hvort að það stendur ennþá til verður bara að koma í ljós. Myndin verður tekin upp í Tókíó og var það vegna þess hve lengi hann yrði að heiman sem Aronofsky hætti við. Tökur áttu að hefjast núna í október en var frestað til vors á næsta ári svo að Jackman gæti unnið að myndinni Les Misérables.
Sjálfur er ég á báðum áttum varðandi framhaldið, en hvernig lýst ykkur á framför The Wolverine?