Framleiðslufyrirtækið Fox 2000 ætlar að endurgera Chevy Chase gamanmyndina Oh! Heavenly Dog. Leikstjóri verður Tim Hill, sem þekktur er fyrir að hafa gert fyrstu Alvin and the Chipmunks myndina og verið aðalsprautan í SpongeBob Squarepants bíómyndunum.
Temple Hill, framleiðendur The Maze Runner myndanna og Paper Towns, ásamt Brandon Camp, syni leikstjóra upprunalegu myndarinnar, Joe Camp, munu framleiða myndina.
Gamanmyndin, sem er frá níunda áratug síðustu aldar, fjallaði um einkaspæjara sem deyr þegar hann finnur lík. En sál hans er í hættu, og það er ekki víst hvort hann fer til himnaríkis eða helvítis. Hann fær tækifæri til að bæta úr málum, og lifnar við í líkama hunds, til að reyna að leysa eigið morðmál.
Ásamt Chase léku í myndinni þau Jane Seymour og Omar Sharif.
Chipmunks mynd Hill þénaði meira en 360 milljónir Bandaríkjadala þegar hún var frumsýnd árið 2007. Hann leikstýrði einnig Hop, myndinni um Páskakanínuna, frá árinu 2011.
Nýjasta mynd hans; Maze Runner: The Scorch Trials, verður frumsýnd 11. september hér á landi.