Hvernig á að hata Larry the Cable Guy

Undanfarið hef ég tekið eftir gríðarlega miklu hatri fyrir einum leiðinlegasta „leikara“, eða réttara sagt afsökun fyrir leikara sem ég veit um. Þessi maður ber nafnið Larry the Cable Guy og hefur leikið í 3 frægum myndum: Delta Farce, Larry the Cable Guy:Health Inspector og nú síðast Witless Protection (það er ástæða fyrir því að hún er ekki hérna inni á kvikmyndir.is!).

Þeir sem hafa séð þessar myndir vita væntanlega hvað ég er að tala um, en fyrir þá sem vita ekkert hver þetta er, eða hafa bara áhuga á því að hata hann enn meira þá mæli ég með því að þið horfið á myndböndin hér fyrir neðan.

Af hverju á að hata Larry the Cable Guy og allt sem hann gerir ? Því hann er tákn fyrir allt sem við viljum ekki sjá í kvikmyndagerð, svo einfalt er það.

Hér fyrir neðan er gagnrýni fyrir myndina Delta Farce:

Þetta er gagnrýni fyrir Witless Protection:

Hér er gagnrýni frá Spill.com, einnig um Witless Protection: