Í Skóm Drekans frestað vegna lögbanns

Í dag var sett lögbann á íslensku kvikmyndina Í skóm drekans, en áætlað var að frumsýna hana 26. apríl. Eins og flestum er kunnugt fjallar þessi mynd um keppnina Ungfrú Ísland.is og hefur myndin verið mjög umdeild þar sem þátttakendur í keppninni halda því fram að þeir hafi ekki verið látnir vita um hin sanna tilgang myndatökuvélarinnar sem myndin var tekin upp á. Óljóst er því hvenær og hvort landsmönnum gefst færi á því að bera gripinn augum en leiða má líkum að því að aðstandendur myndarinnar berjist til hins ítrasta til að fá hana í bíó.