Japanir telja sig hafa fundið lausn á vanda kvikmyndahúsa þar sem bíógestir eru að taka upp myndirnar á upptökuvélar og deila þeim á netinu. Þetta er gert með því að senda infrarauðan geisla í gegn um tjaldið og inn í sal. Infrarauða ljósið mun svo púlsa ca. 10 sinnum á sekúndu. Mannsaugað greinir ekki geislann en hann eyðinleggur hins vegar gæði upptöku á vélum sem gætu leynst út í sal.
Japanska upplýsingaráðuneitið í samvinnu við Sharp hafa verið að gera tilraunir með þetta, en ef verkefnið gengur vel má gera ráð fyrir því að kvikmyndahús um allan heim tileinki sér þessa tækni.
Þetta mun hins vegar ekki vera lausn á ólöglegum afritunum af DVD diskum, en þetta er þó allavega gott fyrsta skref.
Ég hef nú aldrei skilið fólk sem nennir að horfa á léleg „cam“ gæði af netinu og skemma þannig fyrir sér bíóupplifunina. Svo er líka annað. Þeir sem ætla sér að stela myndum munu alltaf finna leið til þess að komast fram hjá kerfinu, þeir setja ábyggilega smjörpappír eða eitthvað álíka kjánalegt til að losna undan þessu nýja effecti. Og á meðan verðum við hin vel infrarautt steikt næstu árin.

