Iron Man 3 veiðir ‘Like’

Ertu búin að læka Iron Man 3 síðuna á facebook?

Ef ekki, skelltu þér þangað, og smelltu einum þumalputta á Tony og félaga. Þannig geturðu lagt þitt á vogaskálarnar við að fá frumsýnt nýtt sýnishorn úr myndinni – það fyrsta sem mun koma á netið. Þegar þetta er skrifað stendur talningin í 13% prósentum, þannig að Marvel aðdáendur um allan heim þurfa á þínum stuðningi að halda.

Eins gott að klippan verði þess virði…

Iron Man 3 verður fyrsta myndin í „fasa tvö“ af kvikmyndaútgáfu Marvel heimsins, en „fasi eitt“ hófst með Iron Man árið 2008 og lauk með stórsmellinum The Avengers síðastliðið vor. Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 3. maí. Ef við erum heppin, eins og við höfum hingað til verið með Marvel myndir á þessum tíma, fáum við hana viku fyrr.

Iron Man 3 veiðir 'Like'

Ertu búin að læka Iron Man 3 síðuna á facebook?

Ef ekki, skelltu þér þangað, og smelltu einum þumalputta á Tony og félaga. Þannig geturðu lagt þitt á vogaskálarnar við að fá frumsýnt nýtt sýnishorn úr myndinni – það fyrsta sem mun koma á netið. Þegar þetta er skrifað stendur talningin í 13% prósentum, þannig að Marvel aðdáendur um allan heim þurfa á þínum stuðningi að halda.

Eins gott að klippan verði þess virði…

Iron Man 3 verður fyrsta myndin í „fasa tvö“ af kvikmyndaútgáfu Marvel heimsins, en „fasi eitt“ hófst með Iron Man árið 2008 og lauk með stórsmellinum The Avengers síðastliðið vor. Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 3. maí. Ef við erum heppin, eins og við höfum hingað til verið með Marvel myndir á þessum tíma, fáum við hana viku fyrr.