Í dag opnar sýningin Ísland::Kvikmyndir í Þjóðmenningarhúsinu. Eftirfarandi er frétt af vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar:
Sýningin ISLAND::KVIKMYNDIR opnar í
Þjóðmenningarhúsinu 28. mars n.k. Á sýningunni er dregin upp mynd af
þróun íslenskar kvikmyndagerðar á árunum 1904 – 2008. Notuð er margmiðlunartækni og á fjölmörgum myndskjám eru sýnd myndbrot.
Á fjórum „kvikmyndaeyjum“ er hægt að horfa um 100 myndir að eigin vali
í fullri lengd og eru þær flokkaðar í leiknar myndir, stuttmyndir,
heimildarmyndir og myndir byggðar á bókmenntum.
Uppsetningin, sem er listræn sýn þýsku
sýningarstjóranna Sabine Schirdewahn og Matthias Wagner K, er eins og
opið skjalasafn þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir helstu sérkenni
íslenskrar kvikmyndagerðar og upplifa þjóðfélags- og menningarsögu
Íslendinga síðustu 100 ár.
Stuðningsaðilar sýningarinnar eru
Utanríkisráðuneytið, Menntamálaráðuneytið, sendiráð Íslands í Berlín,
Þjóðmenningarhúsið, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kvikmyndasafn Íslands,
Icelandair og Norðurbryggja í Kaupmannahöfn.
Sýningin stendur til 10. Janúar 2010.

