Það hlaut að gerast fyrr eða síðar.. nú hefur fyrsta íslenska tölvuteiknimyndin litið dagsins ljós! Hún ber heitið Litla lirfan og er framleidd af CAOZ hf. Hér fyrir neðan ber að líta nokkrar kyrrmyndir, en myndin sjálf verður frumsýnd 29. ágúst í Smárabíó.

